Hjalti Jóhannesson, leikmaður KFS og fyrrum leikmaður ÍBV er genginn í raðir 1. deildarliðs Selfoss. Hjalti hefur undanfarin ár leikið með KFS en leikmaðurinn, sem er 34 ára á einnig að baki 110 leiki með ÍBV og varð m.a. Íslands- og bikarmeistari með liðinu.