Í gær voru loðnuveiðar stöðvaðar. Hvað þýðir það fyrir Vestmannaeyjar ? Í mínum huga er það ósköp einfalt : Það hefur svipuð áhrif á samfélagið hér eins og sett sé úr þriðja í fyrsta gír á bifreið. Ef veiðibannið stendur vertíðina á enda munu áhrif þess dreifast um samfélagið hér og samdráttur verða á flestum sviðum.