Jón Eyfjörð, skipstjóri á Sighvati Bjarnasyni segir m.a. í Vaktinni sem nú er í dreifingu, að hann sé ekki sammála útreikningum Hafrannsóknastofnunar um magn loðnunnar við Íslandsstrendur. „Við fengum þetta í torfu sem ég mældi 1,8 mílu að lengd og tækin sýndu þúsund metra beggja vegna við bátinn,“ segir Jón en Sighvatur fékk 450 tonna kast á miðunum á miðvikudagsmorgun. Jón, sem hefur meira en 30 ára reynslu af loðnuveiðum, hefur reiknað magn loðnunnar í torfunni en hann áætlar að í þessari einu torfu hafi verið tæplega 240 þúsund tonn. Útreikningana má sjá hér að neðan.