Emmanuel Adebayor, leikmaður Arsenal, hefur skotist upp fyrir Cristiano Ronaldo, Manchester United, í tölfræðiþáttunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt útreikningum Actim, sem heldur utan um frammistöðu allra leikmanna í deildinni og reiknar út einkunnir þeirra fyrir hina ýmsu þætti eftir hvern leik. Einn Íslendingur er í hópi 100 efstu en Hermann Hreiðarsson er í 100. sæti.