Í hádeginu í dag var haldinn fundur með hagsmunaaðilum í sjávarútvegi en Einar K. Guðfinsson, sjávarútvegsráðherra kom á fundinn. Fundurinn var líflegur og skipstust sjómenn og ráðherra á skoðunum en sjávarútvegsráðherra sagði eins og er, hann kæmi því miður ekki með neinn auka loðnukvóta í vösunum. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Álsey Ve lýsti tilfinningunni þegar hann sigldi af miðunum um helgina.