Knattspyrnulið ÍBV lék í gær æfingaleik gegn Reyni frá Sandgerði en leikur liðanna fór fram í Reykjaneshöllinni. Eyjamenn höfðu deginum áður tapað fyrir Val 6:0 í fyrsta leik Lengjubikarsins en unnu svo Reyni 1:4. Ingi Rafn Ingibergsson skoraði þrjú mörk fyrir ÍBV en Yngvi Borgþórsson eitt.