Sé rýnt í ýmis spágögn og spáafurðir til lengri tíma, en næstu fimm daga eða svo, má hæglega draga þá ályktun að ef úr rætist verði hér kuldatíð meira og minna til 10. mars eða svo. Í næstu viku verða ríkjandi NA-lægar áttir, þó ekki allan tímann því SV-átt kemur einnig við sögu. Loftið yfir okkur verður í kaldari kantinum og lægðir á leið til austurs fyrir sunnan og suðaustan landið. Hvasst verður suma dagana einkum undir næstu helgi. Áfram mun snjóa í flestum landshlutum, mest norðanlands og austan.