Karlmanni sem varð fyrir líkamsárás við Rauða húsið á Eyrarbakka leiddist biðin eftir að lögregla kæmi á staðinn. Hann brá því á það ráð að hringja í 112 og tilkynna að hann hafi stungið dyravörð á staðnum með hnífi. Með því hugðist hann fá skjót viðbrögð. Með þessu gerðist maðurinn sekur um að senda vísvitandi ranga tilkynningu til Neyðarlínunnar og verður málið rannsakað sem meint brot á lögum.