Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið og má m.a. nefna aukið umferðareftirlit með áherslu á stöðubrot. Einn þjófnaður var tilkynntur til lögreglu í vikunni sem leið en um var að ræða þjófnað á peningum úr ferðasjóði félagsheimilisins Rauðagerði að kvöldi 18. febrúar sl. Er talið að sá sem þarna var að verki hafi falið sig inni í húsinu og síðan látið til skara skríða eftir að starfsfólkið var farið.