Landgræðslufélag var stofnað í Hrunamannahreppi þann 25. febrúar s.l.og heitir það Landgræðslufélag Hrunamanna. Starfssvæði þess er Hrunamannahreppur ásamt afrétti. Er þetta 11. landgræðslufélagið sem er nú starfandi á Íslandi.

Hrunamenn hafa lengi unnið að landgræðslu á afrétti sínum með góðum árangri en hann er víðáttumikið landsvæði sem nær frá byggð, inn með Hvítá að austan, norður fyrir Kerlingarfjöll að Hofsjökli.

Tilgangur félagsins er fyrst og fremst að stuðla að uppgræðslu lands og að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu í Hrunamannahreppi.