Ólíklegt er talið að loðnumælingar skili niðurstöðum í dag. Árni Friðriksson, rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, leitar nú að loðnu sunnan við landið. Fjögur fiskveiðiskip leggja stofnuninni lið við leitina. Stjórn Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, hefur lýst yfir stuðningi við loðnuveiðibannið.