Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er í þann mund að hefja loðnuleit á ný, eftir að hafa beðið af sér brælu í nótt undan Ingólfshöfða. Skipið kom á leitarsvæðið í gær, en þótt lóðningar hafi fundist, hafði ekki tekist að ná marktækum mælingum, þegar hætta varð leit vegna veðursins.