Forstöðumannafundur stjórnenda Sveitarfélagsins Árborgar haldinn á Hótel Heklu
Síðastliðinn miðvikudag var haldinn forstöðumannafundur meðal allra stjórnenda í Sveitarfélaginu Árborg í annað sinn. Tilgangur fundanna er að skerpa á samheldni og samvinnu hópsins ásamt því að ræða sameiginleg málefni sem snerta starfsemi sveitarfélagsins. (meira…)
Gjöld á þjóðvegi hækka á einum stað en lækka annarsstaðar

Það vekur sannarlega athygli að sólarhring eftir að rúmlega átta prósent hækkun á fargjöldum Herjólfs tók gildi, þá er tilkynnt um lækkun veggjalds í Hvalfjarðargöngin. Þar lækka þau úr 900 krónum í 800 en höfðu fyrir ári síðan lækkað um sömu upphæð. Þá hækkuðu fargjöld í Herjólf hins vegar um 11%. Hvoru tveggja er þjóðvegur […]
Jarðarför loðnuveiðanna fer ekki fram frá Landakirkju, því hér varir vonin!

Stór orð féllu á fundi hagsmunaaðila, skipsstjóra og sjávarútvegsráðherra í Vestmannaeyjum í gær. Einari K. Guðfinnsyni, ráðherra var þar líkt við prestinn sem jarðar loðnuveiðar. Af öllu má þó ljóst vera að slík útför verður ekki gerð frá Landakirkju í Eyjum. Og ég efast um að Sr. Einar Kristinn” eða aðstoðarprestarnir hans á Fiskistofu fái […]
Norskar kýr í íslensk fjós?
Stefnt er að því að stofna hlutafélag um innflutning á nýjum kúastofni í næsta mánuði. Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfélags Íslands (NRFÍ), sem barist hefur fyrir innflutningi á norskum kúastofni til Íslands, segir að hið nýja hlutafélag muni sækja um innflutningsleyfi til Landbúnaðarráðuneytisins á næstu mánuðum. „Við stefnum að því að sækja um innflutningsleyfi á fósturvísum […]
Loðnuleit hefst á ný

Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er í þann mund að hefja loðnuleit á ný, eftir að hafa beðið af sér brælu í nótt undan Ingólfshöfða. Skipið kom á leitarsvæðið í gær, en þótt lóðningar hafi fundist, hafði ekki tekist að ná marktækum mælingum, þegar hætta varð leit vegna veðursins. (meira…)