Vikuinnlegg mjólkur á Selfossi er nú minna en í sömu viku í fyrra og hefur verið svo frá í 5. viku þessa árs. Í viku 8 var innleggið 17.577 lítrum minna en fyrir ári síðan. Framan af þessu verðlagsári var vikuinnleggið mun meira en á fyrra verðlagsári og mestur var munurinn í viku 42 á síðasta ári eða rétt um 36 þús. lítrar. Síðan þá hefur innleggsaukningin verið nokkru hægari en á verðlagsárinu 2006/07.