Fjögur fjölmenn þorrablót voru haldin í umdæmi lögreglunnar á Hvolsvelli um síðustu helgi. Lögreglan var sýnileg á öllum stöðunum og kannaði ástand flestra ökumanna. Enginn var tekinn grunaður um ölvun við akstur og segir Guðmundur Ingi Ingason, varðstjóri á Klaustri, lögreglumenn mjög ánægða með þá útkomu.