Einar Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, hefur með reglugerð, afnumið loðnuveiðibann sem tók gildi 23. febrúar. Jafnframt er gefið út breytt heildaraflamark þannig að í hlut Íslendinga koma um 100 þúsund tonn, í stað þeirra 121 þúsund tonna sem áður var búið að úthluta. Loðnuveiðar er því hafnar á ný. Skipin sem voru í höfn í Eyjum eru þegar farin á miðin, sem eru skammt austur af Eyjum.