Þór Þorlákshöfn tapaði gegn Haukum á heimavelli um helgina í 1.deild Íslandsmótsins í körfuknattleik. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur báðum liðum því fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í deildinni. Leikurinn var fjörugur og spennandi þó svo að Haukar hefðu unnið öruggan sigur, 70-90, en innbyrðis viðureign þessara liða gæti skipt máli ef málin þróast þannig í lok tímabils.
Jafnræði var með liðunum í fyrsta og leikhluta og varð munurinn aldrei meiri en tvö stig. Haukar leiddu eftir leikhlutann með tveimur stigum, 15-17. Haukar byrjuðu annan leikhluta betur, skoruðu sjö stig í röð og breyttu stöðunni í 15-24. Þór minnkaði muninn í þrjú stig eftir að hafa skorað sjö stig í röð, 23-26. Haukar settu þá allt í botn og settu átta stig í röð og voru komnir með góða forystu. Haukar fóru með 13 stiga forystu í hálfleik, 31-44.