Samkvæmt heimildum Eyjafrétta liggur fyrir að veiðibanni á loðnu verði aflétt í dag. Ekki er meira vitað að svo stöddu, hvorki nákvæmlega hvenær veiðibanninu verði aflétt né hversu miklum kvóta verði skilað til baka til útgerða. Nýjustu fréttir herma svo að Huginn VE sé á leið í land með rifna nót. Nótin rifnaði þar sem svo mikil loðna var í nótinni að hún gaf undan þunganum.