Bræla hefur hamlað loðnuveiðum í dag en skipin eru nú byrjuð aftur að kasta. Skip Skinneyjar Þinganess Jóna Eðvalds er eitt þeirra skipa sem er á veiðum norðan við Vestmannaeyjar. Ægir Birgisson skipstjóri segir sex skip á miðunum og fleiri á leiðinni.