Nokkuð harður árekstur varð nú fyrir stuttu á gagnamótum Heiðarvegs og Kirkjuvegs. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá lögreglu virðist sem að jeppabifreið, sem ekið var til suðurs á Heiðarvegi hafi ekki virt stöðvunarskyldu á gatnamótunum og fólksbíll, sem var á austurleið á Kirkjuvegi, ók inn í hliðina á honum. Bílarnir báðir eru talsvert skemmdir en einhver meiðsli urðu á þeim sem í þeim voru.