Metnaðarfullar áætlanir um uppbyggingu heimsklassa golfvallarsvæðis á söndunum við Þorlákshöfn sem fyrst voru kynntar árið 2005 hafa tafist von úr viti en þær áætlanir gerðu ráð fyrir að slíkur völlur yrði tilbúinn haustið 2008.
Þrátt fyrir að engar framkvæmdir hafi enn átt sér stað er verkefnið á nokkrum rekspeli. Hönnun vallarins og umhverfis hans er lokið en hún þykir það umfangsmikil að setja þarf verkefnið í umhverfismat.