Grafa valt útaf Hamarsvegi nú í morgun en ökumann sakaði ekki. Samkvæmt þeim upplýsingum sem fengust hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum er vélin í eigu Vinnslustöðvarinnar og var ökumaðurinn með skófluna uppi til öryggis vegna umferðarinnar sem á móti kom. Blindhríð var þegar grafan valt útaf en þegar skóflan er upp, minnkar stöðuleiki vélarinnar.