Blúshátíðin Norðurljósablús hófst gærkvöld með tónleikum hljómsveitarinnar ADHD 800. Sveitin var stofnuð sérstaklega að þessu tilefni og spilaði m.a. nokkur lög sem voru samin sérstaklega fyrir Norðurljósablús 2008. Grunnskólanemar á Höfn tóku forskot á blússæluna því sveitin spilaði fyrir krakkana í Sindrabæ í gærdag.