Innanflokksvandi Sjálfstæðisflokksins kemur okkur sem erum utan þess félags lítið við. En þegar meinsemdir landsstjórnarinnar stafa af sama vandamálinu er nauðsynlegt að sjá samhengið. Forsætisráðherra landsins var í Silfursviðtali um á dögunum og opinberaði þar þá ákvarðanatökufælni sem skaðar nú bæði flokk hans og efnahag landsins.