NÝR íslenskur bjór, Skjálfti, verður settur á markað í dag, 1. mars, á sjálfan bjórdaginn, en þá eru 19 ár síðan sala bjórs var aftur leyfð á Íslandi eftir áratuga bann. Skjálfti verður seldur í tveimur vínbúðum ÁTVR í Reykjavík til að byrja með og einnig verður hann sérpantaður í ÁTVR á Selfossi og í aðrar áfengisverslanir á landsbyggðinni. Framleiðandi Skjálfta er Ölvisholt brugghús sem er í Ölvisholti í Flóa. Skjálfti er 5% að styrkleika.