Þingveisla var haldin í gærkvöldi en þar er þingmönnum bannað að taka til máls nema í bundnu máli. Þetta var fyrsta þingveisla nýs kjörtímabil og kom í ljós að áhyggjur af því að kveðskapur þingmanna væri verri en áður eru ástæðulausar. Það er ekki einu sinni sjónarmunur á því sem kveðið var í gær og því bundna máli sem Halldór Blöndal, Hjálmar Jónsson og Jón Kristjánsson létu frá sér fara.