Eins og frétt mbl.is ber með sér hefur snjóað mikið í Vestmannaeyjum í nótt. Strax í gærkvöldi var orðið blint og frá miðnætti hefur snjóað látlaust. Veðurathugunarmenn á Stórhöfða mældu 50 sm snjódýpt kl. 09 í morgun. Með ofankomunni hefur verið hvasst af austsuðaustri í Eyjum í nótt og snjórinn því sest til í verulega skafla í bænum á milli húsa.