Eyjamenn steinlágu gegn Breiðablik í Lengjubikarnum í gær en lokatölur urðu 7:0. ÍBV hafði áður tapað gegn Val 6:0 helgina áður og er liðið í neðsta sæti riðilsins með ekkert stig og 13 mörk í mínus eftir tvo leiki. Leikurinn gegn Breiðablik fór fram í Kórnum í Kópavogi en staðan í hálfleik var 4:0.