Hljómsveitir og samspilshópar Tónlistarskóla Árnesinga héldu sína árlegu tónleika í Sunnulækjarskóla laugardaginn 1. mars.

Starf hljómsveita hefur vaxið mjög á liðnum árum og voru hljómsveitatónleikarnir sl. vetur mjög eftirminnilegir, enda rúmaðist sá fjöldi sem þar kom fram varla í sal Fjölbrautaskólans. Í ljósi þess var tekin ákvörun um að skipta hljómsveitatónleikunum upp og voru þeir því deildarskiptir í ár.