Rannsóknaskipið Árni Friðriksson hefur verið við loðnurannsóknir fyrir Suðaustur- og Austurlandi frá því að mælingum lauk vestan við Ingólfshöfða þann 27. febrúar. Á svæðinu austan við Ingólfshöfða mældist loðna einkum í Lónsdjúpi, Litladýpi og á Papagrunni. Á öðrum svæðum sem skoðuð voru fannst einungis lítilsháttar magn. Samtals mældust um 56 þús. tonn af loðnu austan við Ingólfshöfða þar af kynþroska loðna rúm 50 þús. tonn.