Það er óhætt að segja að segja að fannfergið sem er í Eyjum þessa stundina hafi riðlað ýmsu og enn á fólk erfitt með að komast til vinnu og fara margir fótgangandi þar sem ekki er búið að ryðja allar götur bæjarins. Óskar Pétur Friðriksson myndaði í gær það sem fyrir augu bar, m.a. þegar stærsta snjóruðningstæki bæjarins festist í einum skaflinum og er hægt að sjá myndirnar hér á síðunni.