Snjómokstur í Vestmannaeyjum gengur hægt en örugglega en búið er að opna allar stoðbrautir í bænum. Ekkert hefur verið flogið til Eyja í dag enda er flugbrautin á kafi í snjó. Von er á tveimur snjóruðningstækjum með Herjólfi í dag til að ryðja flugbrautirnar en þetta er í fyrsta sinn síðan í eldgosinu 1973 sem vinnuvélar eru fluttar til Eyja til hreinsunarstarfa.