Aðfaranótt laugardags var leitað aðstoðar lögreglu vegna rúmlega tvítugs manns sem rokið hafði út úr orlofshúsi við Úlfljótsvatn í Grafningi og ætlaði að fara fótgangandi til Reykjavíkur illa klæddur og ölvaður. Björgunarsveitir voru ræstar út en þegar lögreglan fann manninn á þjóðveginum við Hlíð var aðstoð björgunarsveita afturkölluð.