Myndlistarkonurnar Borghildur Óskarsdóttir og Sigríður Melrós Ólafsdóttir sýna verk sín á nýrri sýningu í Listasafni Árnesinga. Við fyrstu sýn virðast verk þeirra eiga fátt sameiginlegt, enda eru þær af sitt hvorri kynslóðinni og hafa unnið með ólík efni út frá ólíkum forsendum án þess aðvita mikið hvor af annarri. En þegar verkum þeirra er teflt saman skapast óvæntir snertifletir og spenna. Borghildur tengir sig og fjölskyldusögu sína við landslagið í Flóanum á víðar á Suðurlandi.