Gistinætur á hótelum í janúar síðastliðnum voru 57.200 en voru 51.000 í sama mánuði árið 2007. Gistinóttum fjölgaði því um 12% milli ára og er fjölgunin mest á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og Suðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höfuðborgarsvæðinu, úr 39.400 í 47.700 eða um 21%. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði í janúar um rúm 8% á milli ára, úr 1.700 í 1.800. Á Suðurlandi fjölgaði gistinóttum um tæp 4% frá fyrra ári, úr 2.800 í 3.000.
Á Austurlandi fækkaði gistinóttum í janúar hinsvegar um tæp 61% á milli ára, eða úr 1.800 í 700. Á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða fækkaði gistinóttum um 25% milli ára, úr 5.200 í 3.900.