Það virðist hafa komið flatt upp á yfirmenn Herjólfs þegar nýr skipstjóri var kynntur fyrir þeim á mánudaginn. Er það þriðji skipstjórinn sem kemur úr röðum Eimskipsmanna. Um leið færðust fjórir yfirmenn, sem allir eru úr Eyjum, niður í starfi. Framkvæmdastjóri hjá Eimskip segir að Herjólfur sé nú hluti af stærri heild og að eðlilegt sé að menn færist milli skipa. Það sé alls ekki verið að sýna þessum starfsmönnum vantraust