Sigurður Ari Stefánsson átti sannkallaðan stórleik með liði sínu, Elverum í norsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi þegar liðið tók á móti Runar. Lokatölur urðu 30:30 og skoraði Sigurður Ari þriðjung marka síns liðs eða tíu talsins og tryggði sínu liði jafntefli þegar tæpar tvær mínútur voru eftir af leiknum. Á vefsíðunni handbolti.is er greint frá því að Sigurður sé hugsanlega á leið heim til Íslands að loknu yfirstandandi tímabili.