Unnur Sigmarsdóttir, mezzósópran, frá Sauðhúsvelli undan Eyjafjöllum og Kolbrún Sæmundsdóttir píanóleikari halda burtfararprófstónleika í tónleikasalnum Von að Efstaleiti 7 í Reykjavík sunnudaginn 9. mars kl. 17. Unnur er söngnemandi Dóru Reyndal við Söngskólann í Reykjavík og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tilefni undanfarin ár.