Fyrir nokkrum árum var á götum landsins talsvert af bílum frá Austur Þýskalandi, af Trabant gerð. Enn má sjá nokkur eintök af þeim á götunum. Þetta eru bílar með plastyfirbyggingu og tvígengisvél, sem hátt heyrist í og talsverður reykur stendur aftur úr bílnum við áreynslu.