Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær pólskan karlmann í 4 ára fangelsi fyrir nauðgun í Vestmannaeyjum í september sl. Ákærði heitir Andrzej Kisiel og var sakfelldur fyrir að nauðga konu á víðavangi eftir dansleik. Konunni tókst að komast á lögreglustöð illa til reika og hófst rannsókn á málinu sem leiddi til ákæru ríkissaksóknara. Dómurinn er með þyngstu dómum í nauðgunarmálum sem fallið hafa hérlendis.