HK byrjaði betur í leiknum og leiddi 16-11 í hálfleik. ÍBV náði að minnka muninn í tvö mörk í seinni hálfleik en HK gaf þá í og náði níu marka forystu og lokatölur leiksins urðu síðan 35-27 eins og áður sagði. Hjá HK var það liðsheildin sem skóp þennan sigur en hjá ÍBV bar mest á Sigurði Bragasyni.