Guðni Ágústsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, hyggst leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um stofnun skákseturs sem helgað verði skákafrekum stórmeistaranna Bobby Fischers og Friðriks Ólafssonar.

Alþingismenn úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi verða meðflutningsmenn tillögunnar.