Stefanía Svavarsdóttir frá Félagsmiðtöðinni Bólinu í Mosfellsbæ sigraði Söngkeppni Samfés sem fór fram í Laugardaghöllinni í gær. Hún söng lagið Fever.

Í öðru sæti varð Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir frá félagsmiðstöðinni Setrinu í Hafnarfirði og í þriðja sæti varð Anton Örn Sandholt frá Félagsmiðstöðinni Ekkó í Kópavogi.

Þá fékk Helga María Ragnarsdóttir frá Félagsmiðstöðinni Zelsíus í Árborg sérstök verðlaun fyrir besta frumsamda lagið.