Hagstofa Íslands gaf nýverið út nýja spá um mannfjölda á Íslandi til ársins 2050. Áætlað er að fjöldi ellilífeyrisþega í þessum aldurshópi verði orðinn tæplega 82 þúsund árið 2050 eða um 19% af heildarmannfjölda á Íslandi, þess má geta að í dag er hann rúmlega 10%.

Reikna má með því að ellilífeyrisútgjöld almannatrygginga aukist af þessum sökum en það fer þó eftir þróun viðmiðunartekna og uppsöfnun lífeyrisréttinda landsmanna. Ísland hefur þá sérstöðu að lífeyrissjóðirnir munu í vaxandi mæli standa undir lífeyri ellilífeyrisþega.