150 unglingar fóru frá félagsmiðstöðinni Zelsíuz á Samfés hátíðina um helgina sem leið.

Ferðin gekk að mestu mjög vel og voru unglingarnir sáttir með að hátíðinni lokinni. Sérstaklega var hópurinn ánægður með frammistöðu keppenda okkar þeirra Helgu Maríu Ragnarsdóttur, Jóhönnu Ómarsdóttur og Kristins Bergsteinssonar en þau fluttu lagið You” sem var frumsamið lag eftir Helgu Maríu.