Félag Eldri borgara á Eyrarbakka stóð fyrir sinni árlegu Góugleði í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka laugardagskvöldið 8. mars sl. Að venju var góð þátttaka og sóttu samkomuna eldri borgarar úr Árborg og víðar af Suðurlandi. Guðfinna Sveinsdóttir, Garðafelli, formaður félagsins setti hátíðina og fól síðan Jóni Bjarnasyni veislustjórn og kynningu skemmtiatriði sem nær öll voru af Eyrarbakka.