Dóms- og kirkjumálaráðuneytið bauð forstöðumönnum stofnana ráðuneytisins til árlegs fundar föstudaginn 7. mars á Radisson SAS Hótel Sögu.

Yfirskrift fundarins var: Samvinna – sameining – samruni: Réttarvörslukerfið á tímamótum.

Ákæruvaldið var í deiglunni og fjallað var um hugmyndir um millidómstig. Þá var varpað ljósi á möguleika varðandi flutning verkefna innan stjórnsýslunnar og hugsanlega útvistun. Tæplega 70 manns sóttu fundinn; forsvarsmenn stofnana og starfsfólk ráðuneytisins, en þetta er í fjórða sinn sem ráðherra býður til slíks fundar.