Undirbúningshópur að væntanlegu Skólasögusetri á Eyrarbakka hefur ákveðið að sækja ekki um styrk til verkefna í þessari umferð frá Menningarráði Suðurlands heldur bíða til næstu úthlutunar síðar á árinu.

Ástæðan er sú að verið er að vinna að aðkomu fleiri aðila að verkefninu s.s. fulltrúa frá Kennarasambands Íslands, fulltrúa frá Félagi kennara á eftirlaunum og fulltrúa frá söfnum og stofnunum hér á svæðinu.