Mjólka ehf. og Auðhumla svf. hafa komist að samkomulagi um að Auðhumla muni héðan í frá annast söfnun mjólkur frá mjólkurframleiðendum fyrir bæði félögin.


Að undanförnu hafa umtalsverðar hækkanir átt sér stað á eldsneyti, aðföngum og öðrum rekstarþáttum sem eru mjög íþyngjandi allri landbúnaðarstarfsemi, að því er segir í fréttatilkynningu.