Það gengur vel hjá okkur peyjunum núna við köstuðum tvisvar í dag og fylltum á það sem hægt var að fylla á. Það er ekki hægt að segja annað en að endalokin séu að nálgast hjá blessaðri loðnunni. Hrognin eru mjög laus í henni og styttist óðum í að hún hrygni og held ég að það gerist á næstu 48 tímum eða minna.